Samstarfsaðilar

Fagerberg er var stofnað árið 1897 í Svíðjóð af svíanum Gustaf Fagerberg sem stundaði viðskipti með stál, tré og járn. Upp úr 1920 var snérist starfsemin aðalega um loka og hljóðfæri sem þróaðist að lokum eingöngu í sölu og þjónustu á lokum árið 1960 sem er enn megin áhersla fyrirtækisins. Sérþekking og þjónusta á lokum og mælum er sérstaða Fagerberg en í dag starfa þar milli 40 og 50 sérfræðingar.

Schlumberger er eitt fremsta fyrirtæki í heiminum í borholutækni og þar á meðal ESP borholudælur (Electrical Submersible Pump). Undir lok seinustu aldar kaupir Schlumberger REDA sem hefur framleitt borholudælur frá 1916 með mótorinn staðsettann ofan í borholunni. Því er yfir 100 ára reynsla og þekking að baki Schlumberger ESP borholudæla.

www.slb.com