Vegghengdir hitaveituskápar

Fyrir sumarbústaði bjóðum við upp á vandaða hitaveituskápa frá danska framleiðandanum Harde. Skáparnir eru úr heitgalvaniseruðu stáli og pólíhúðaðir í Ral 7035 lit. Skáparnir eru hannaðir með lausri bakplötu sem festist á húsið og allur lagna og lokabúnaður þar á. Að lokinni uppsetningu lagna, loka og mæla er skápurinn hengdur á bakplötuna. Þríkants lykill fyrir lás á lúgu fylgir.

  • Heitgalvaniserað stál

  • 40 mm einangrun (high density foam)

  • 6 mismunandi stærðir

  • Til með plastloki fyrir snjallmæla

  • Hægt að hækka upp með pilsi

 

Frístandandi hitaveituskápar

Ef ekki á að festa skápinn á vegg erum við með nokkrar stærðir af frístandandi skápum frá danska framleiðandanum Harde. Skáparnir eru úr heitgalvaniseruðu stáli og pólíhúðaðir í Ral 6006 lit sem er náttúrulegur og fellur vel inn í flest umhverfi . Skáparnir eru hannaðir með bakplötu sem allur lagna og lokabúnaður festist á. Þríkants lykill fyrir lás á hurðum fylgir.

  • Heitgalvaniserað stál

  • 40 mm einangrun (high density foam)

  • 9 mismunandi stærðir

  • Festist á niðurgrafinn sökkul(fylgir ekki)

  • Loftunarrist

  • Smíðum einnig eftir óskum hvers og eins

 

Innbyggðir hitaveituskápar

Í sumum tilfellum er heppilegt að fella hitaveituskáp inn í veggi. Skáparnir eru úr heitgalvaniseruðu stáli og pólíhúðaðir í Ral 7035 lit . Skáparnir eru hannaðir með stillanlegri dýpt frá 20 cm til 35 cm. Þríkants lykill fyrir lás á hurðum fylgir.

  • Heitgalvaniserað stál

  • 40 mm einangrun (high density foam)

  • 4 mismunandi stærðir

  • Stillanleg dýpt

 

Ferhyrnd brunnlok

Brunnar og brunnloka eru öryggismál og því erum við stolt af því að bjóða einstök lok frá Harde sem auka öryggi starfmanna. Lokin eru stærri en hefðbundin lok og því betra aðgengi að brunninum eða tækjabúnaði. Öll brunnlokin eru búin gormum sem auðvelda opnun brunnloksins til muna og en einungis þarf 15 kg kraft til að opna lokin. Öll lokin þola 40 tonna aksturálag oog eru til með riffluðu yfirborði eða sönduðu

  • Heitgalvaniserað stál

  • Fjölmargar stærði frá 60cm x 60cm til 160cm x 160cm

  • Lokin læsast niður og eru vatnsþétt

  • Fljótandi karmur fyrir malbik eða forsteypt undirstaða fyrir hellur eða gras

  • Hringlaga brunnur eða ferhyrndur

  • Læsist í opinni stöðu